Refurinn Jarl tók að sér nýtt hlutverk í vikunni þegar hann var fenginn til að spá fyrir um úrslit fyrsta leiks Íslands á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Hann gat ekki sett spádóma sína á blað eða sent þá með tölvupósti og því var notast við matardalla. Honum var gefið það sama í tvo dalla, annar merktur Íslandi og hinn fyrsta mótherja okkar Serbíu. Svo gaf hann til kynna hver úrslitin verða með því að éta úr öðrum dallinum eða í þessu tilfelli sýna öðrum meiri athygli. Nú er bara að sjá hvort hann hafi rétt fyrir sér.
Áfram Ísland !
Íþróttadeild RÚV tók spádómana upp og stefnir að því að fá Jarl til að halda áfram að spá meðan á þáttöku Íslands á Evrópumótinu stendur. Áhugasöm geta séð Jarl að störfum hér.