Vetrarfrí grunnskóla Reykjavíkur er 19. og 20. febrúar og í sömu viku hjá öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Dýrin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum taka á móti gestum alla daga frá kl. 10 til 17 og dagskrá í kringum dýrin er með hefðbundnum hætti en dýrahirðar gauka fróðleik að gestum um leið og dýrunum er gefið.
Einnig er nú aðgengilegur léttur og snjall ratleikur fyrir fjölskyldur í vetrarfríi í smáforritinu okkar Viskuslóð. Smáforritið má nálgast AppStore og Google Play / Play store. Þar er einnig leiðsögn sérsniðin að hverju skólastigi leik- og grunnskóla.