Opið alla páskana

25.mars 2024

Ég er að lesa

Opið alla páskana

Það verður opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum alla páskadagana frá kl. 10 til 17, sem og dagana fyrir og eftir páska og hefðbundin dagskrá í kringum dýrin. Opið verður í hringekjunni og rugguskipinu Elliða* frá Skírdegi (28.mars) til og með annars dags páska (1.apríl) frá kl. 12:00 til 16:30. Krúttlegir kiðlingar taka á móti gestum í fjárhúsinu og önnur dýr verða í páskaskapi.

*Ef frosts gætir verður ekki hægt að hafa Elliða opinn.

Veitingasala Bæjarins beztu pylsa (BBP) verður opin frá 26.mars til 1.apríl og í samstarfi við Nóa Siríus ætla BBP að bjóða upp á páskaeggjaleit dagana 26. til 31.mars. Hægt verður að leita á opnunartíma garðsins og hefðbundinn aðgangseyrir gildir. Sjá www.mu.is. Faldir verða litlir gullsteinar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem hægt verður að skipta út fyrir páskaegg hjá Bæjarins Beztu í garðinum en þar verður opið alla páskana. Það verða einnig 5 páskaegg númer 7 frá Nóa Síríus dregin úr potti. Eina sem þarf að gera er að skrifa nafn og símanúmer og skila í pottinn sem verður hjá Bæjarins Beztu í garðinum.
*Ef frosts gætir verður ekki hægt að hafa Elliða opinn.

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.