Áfram heldur sauðburður en í að kvöldi 14.maí bar ærin Hetta þremur lömbum. Lömbin sem eru tvær gimbrar og einn hrútur eru stór af þrílembingum að vera. Hrúturinn er sá í miðjunni á myndinni sem fylgir.
Líkt og hinar bornu ærnar dvelur Hetta nú í afmörkuðu rými í kindastíunni meðan hún myndar sterk og nauðsynleg tengsl við lömbin sín.
Gestum er auðvitað velkomnið að koma og kíkja á ungviðið en við biðjum að því sé sýnd fyllsta tillitssemi.
