Rauðgrönóttur nautkálfur

28.maí 2024

Ég er að lesa

Rauðgrönóttur nautkálfur

Kýrin Eyja, rauðskjöldótt og búsett í fjósinu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum bar rauðgrönóttum nautkálfi sunnudagskvöldið 26.maí sl. Kálfurinn sem er mikið hvítur en með rauðar granir og eyru gengur undir móður sinni (drekkur beint úr spenum hennar) í lausagöngustíunni í fjósinu sem þau mæðgin deila með uxanum Hring. Hringur er ekki faðir hans enda uxi heiti á geldu nauti. Faðir kálfsins er nautið Ljómi kolgrönóttur að lit en Eyja var sædd fyrir 9 mánuðum síðan.

Ljóma er lýst á eftirfarandi hátt á heimasíðu nautaskráarinnar www.nautaskra.is.  Kolgrönóttur, kollóttur. Boldjúpur gripur með meðalútlögur og aðeins veika yfirlínu. Fremur breiðar, eilítið hallandi þaklaga malir. Nokkuð bein, rétt og sterkleg fótstaða. Háfættur og myndarlegur gripur.

Starfsfólk biður gesti að sýna nýborna kálfinum og Eyju fyllstu tillitssemi og ganga hljóðlega um fjósið.

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.