Ærin Flekka bar um svipað leyti og hóf að gjósa norðaustan við Sýlingafell í hádeginu í dag 29. maí. Lömbin sem eru tvö, ein gimbur og einn hrútur, braggast vel undir vökulum augum móður sinnar. Alls eru þá komin 9 lömb undan fjórum ám og faðir þeirra allra er hrúturinn Jökull. Ekki hafa verið áveðin nöfn á yngstu lömbin en sú sem þetta ritar finnst nöfnin Gosi og Aska eiga vel við.
Sauð- og geitfé er farið að fara út á beitarstykki yfir daginn en það þurfti að gerast í skrefum því hvers kyns fóðurbreytingar geta reynst dýrunum hættuleg. Dag frá degi lengist þó tíminn sem þau eru á beit en öll húsdýrin eru hýst yfir nóttina til að beitin nýtist sem best.