Áfram heldur sauðburður

29.maí 2024

Ég er að lesa

Áfram heldur sauðburður

Ærin Flekka bar um svipað leyti og hóf að gjósa norðaustan við Sýlingafell í hádeginu í dag 29. maí. Lömbin sem eru tvö, ein gimbur og einn hrútur, braggast vel undir vökulum augum móður sinnar. Alls eru þá komin 9 lömb undan fjórum ám og faðir þeirra allra er hrúturinn Jökull. Ekki hafa verið áveðin nöfn á yngstu lömbin en sú sem þetta ritar finnst nöfnin Gosi og Aska eiga vel við.

Sauð- og geitfé er farið að fara út á beitarstykki yfir daginn en það þurfti að gerast í skrefum því hvers kyns fóðurbreytingar geta reynst dýrunum hættuleg. Dag frá degi lengist þó tíminn sem þau eru á beit en öll húsdýrin eru hýst yfir nóttina til að beitin nýtist sem best.

 

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.