Yrðlingurinn Heiða

19.júlí 2024

Ég er að lesa

Yrðlingurinn Heiða

Yrðlingurinn Heiða kom í umsjá Dýraþjónustu Reykjavíkur eftir hrakningar í borgarlandinu. Hún hefur dafnað vel og henni hefur nú verið sleppt á útisvæði við loðdýrahúsið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hún fær þó ekki að vera með tófunum Ylfu og Ynju sem búa á refaóðalinu, enda eru þær systur búnar að helga sér það svæði og yrðu alls ósáttar við nýjan íbúa. Tófurnar þrjár eru allar aldar á hundafóðri að staðaldri enda náskyldar besta vininum en fá oft aukabita og er það þá helst egg, kjöt og fiskur sem er á boðstólnum.
Eitt af hlutverkum Dýraþjónustu Reykjavíkur er að koma dýrum sem lenda í vandræðum innan marka borgarinnar til aðstoðar. Vandræðin geta verið af ýmsum toga allt frá því að dýrin séu illa slösuð í að þau þurfa smá aðstoð við að komast á öruggan stað eins og raunin er með til dæmis sjófugla sem villast af leið.
Verði fólk vart við dýr í vanda i Reykjavík bendum við á að hægt er að leita upplýsinga hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur en sé dýrið innan marka annars sveitafélags skal leita þangað skv. reglugerð.

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.