Við höfum opnað fyrir skráningar á námskeið og í leiðsögn fyrir leik- og grunnskólahópa fyrir skólaárið 2024 til 2025. Samningur milli Skóla- og frístundasviðs (SFS) Reykjavíkurborgar og Fjölskyldu – og húsdýragarðs veitir nemendum í leik- og grunnskólum borgarinnar ókeypis aðgang að garðinum á skólatíma og því fræðslustarfi sem í boði er. Frístundaheimili fá ókeypis aðgang að garðinum meðan á frístundastarfi stendur á grunnskólaárinu en greiða 300 krónur pr. barn á sumarstarfstíma. Nemendur í skólum utan Reykjavíkurborgar greiða samkvæmt gjaldskrá.
Upplýsingar um það sem í boði er má finna hér. Bókanir fara fram í gegnum netfangið namskeid@husdyragardur.is.