Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn alla daga frá kl. 10 til 17 og leiktæki sem ekki þurfa mönnunar við eru opin alla daga. Fallturn, lest og hringekja verða opin frá klukkan 12 til 17 um helgar í september nema veður og aðrar aðstæður hamli því.
Veitingasala í garðinum er í höndum Bæjarins Beztu og er opin alla daga í september á opnunartíma garðsins.
Dagskrá í kringum dýrin er eftirfarandi:
10:30 Hreindýrum gefið
11:00 Selum gefið
11:30 Refum gefið
14:00 Um helgar, fróðleiksstund sem hefst við selalaugina
15:30 Hreindýrum gefið
15:45 Dýrum í smádýrahúsi gefið
16:00 Selum gefið
16:30 Svínum og nautgripum gefið