Samningur milli Skóla- og frístundasviðs (SFS) Reykjavíkurborgar og Fjölskyldu – og húsdýragarðs veitir nemendum í leik- og grunnskólum borgarinnar ókeypis aðgang að garðinum á skólatíma. Frístundaheimili fá ókeypis aðgang að garðinum meðan á frístundastarfi stendur á grunnskólaárinu en greiða 300 krónur pr. barn á sumarstarfstíma. Nemendur í skólum utan Reykjavíkurborgar greiða samkvæmt gjaldskrá sem finna má á neðst á síðunni.
Kynntu þér námskeiðin okkar.
Líkt og undanfarin ár ætlar starfsfólk garðsins að gera hlé á námskeiðum og leiðsögnum frá 9.maí 2025 og út grunnskólaárið. Þess í stað verður boðið upp á tvær til þrjár opnar fróðleiksstundir hvern virka dag á tímabilinu. Á fróðleiksstundum mæta áhugasöm og fræðast um dýrin í garðinum en hvaða dýr eru tekin fyrir ræðst af veðri, stemningu og fjölda gesta hverju sinni.
Aðsókn í garðinn að vori er mikil og með þessu fyrirkomulagi nær starfsfólk að þjónusta fjöldann betur en annars.
Lýsing fræðslu
Húsdýragarðurinn býður upp á fræðslu um íslensku húsdýrin fyrir yngsta stig grunnskóla. Fræðslan tengist eftirfarandi námsefni;
Starfsmaður leiðir hópinn um garðinn, fræðir hann um lifnaðarhætti og nytjar íslensku húsdýranna.
Lengd: 60 mínútur.
Tími: 09:45-10:45
Hámarksfjöldi í hóp: 26 börn
Fjöldi hópa: 2
Aldur: Yngsta stig grunnskóla
Athugið að fræðslan hentar best fyrir 3. bekk grunnskóla.
Almenn leiðsögn
Húsdýragarðurinn býður upp á almenna leiðsögn, fyrir allan aldur, um garðinn. Starfsmaður leiðir hópinn um svæðið og kynnir hann fyrir öllum dýrum garðsins; húsdýrum, villtum dýr og framandi dýrum.
Sérsniðin leiðsögn
Einnig er hægt að óska eftir sérsniðinni leiðsögn með áherslu á ákveðin dýr.
Lengd: 60 mínútur.
Hámarksfjöldi í hóp: 26 börn
Fjöldi hópa: 2
Aldur: Grunnskólastig
Vinsamlega ath skriðdýrhúsið er lokað vegna útbóta og því tímabundið ekki hægt að bóka þetta námskeið.
Lýsing fræðslu
Húsdýragarðurinn býður nemendum á unglingastigi að kynnast framandi dýrum og fræðast um mismunandi aðlögunarhæfni þeirra eftir búsvæðum.
Fyrirkomulag
Starfsmaður tekur á móti hópnum og leiðir þau inn í leyndardóma framandi dýra garðsins. Börnin fræðast um skordýr, skriðdýr og froskdýr, fá að skoða þau náið og snerta.
Lengd: 40 mínútur
Tími: 10:00-11:00 // 11:00-12:00
Vikudagar: Allir virkir dagar
Hámarksfjöldi í hóp: 20 börn
Fjöldi hópa: 1
Aldur: 8.-10. bekkur
Lýsing fræðslu
Húsdýragarðurinn býður nemendum í 8.-10. bekk að skoða og fræðast nánar um villt spendýr.
Fyrirkomulag
Starfsmaður fræðir nemendur um lifnaðarhætti og hegðun villtra íslenskra spendýra og skoðar með þeim villtu dýr garðsins; refur, minkur, selir, hreindýr
Lengd: 60 mínútur.
Tími: 10:00-11:00 // 11:00-12:00
Vikudagar: Allir virkir dagar
Hámarksfjöldi í hóp: 26 börn
Fjöldi hópa: 2
Aldur: 8.-10. bekkur
Almenn leiðsögn
Húsdýragarðurinn býður upp á almenna leiðsögn, fyrir allan aldur, um garðinn. Starfsmaður leiðir hópinn um svæðið og kynnir hann fyrir öllum dýrum garðsins; húsdýrum, villtum dýr og framandi dýrum.
Sérsniðin leiðsögn
Einnig er hægt að óska eftir sérsniðinni leiðsögn með áherslu á ákveðin dýr.
Lengd: 60 mínútur.
Hámarksfjöldi í hóp: 26 börn
Fjöldi hópa: 2
Aldur: Grunnskólastig
Fræðsludeild hefur verið starfandi innan garðsins frá upphafi. Í boði eru námskeið fyrir leik- og grunnskóla sem ýmist fara fram í leiðsagnarformi eða nemendur fá að upplifa á eigin skinni (hands on). Við viljum gjarnan að kennarar taki þátt í heimsókninni og séu starfsmönnum garðsins innan handar. Þá hvetjum við kennara til að undirbúa heimsóknina vel þannig að upplifunin af vettvangsferðinni nýtist þeim sem best í skólastarfinu.
Við hvetjum kennara til að kynna sér kostina og setja sig svo í samband við okkur vilji þeir bóka. Kennarar bóka með því að senda okkur póst á namskeid@husdyragardur.is. Gott er að eftirfarandi komi fram í póstinum: Nafn skóla og tengiliðs, hvaða námskeiði er óskað eftir, óskatími og dagsetning og fjöldi nemenda (fjöldatakmarkanir eru mismunandi eftir námskeiðum).
Grunnskólar utan Reykjavíkurborgar greiða fyrir leiðsögnina og aðgangseyri samkvæmt gjaldskrá.
AÐGANGSEYRIR & ÁRSKORT
DAGSETNING