Veitingasölu Bæjarins Beztu hefur verið lokað í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, allavega í bili. Veitingasala flyst nú í móttökuhús garðsins en í smækkaðri mynd. Garðurinn er opinn alla daga frá kl. 10 til 17 og nestisaðstaða er í skála við veitingahúsið og útigrillin í Fjölskyldugarðinum eru opin gestum á opnunartíma.
