Opið verður í hringekju og lest laugardaginn 19. október frá kl. 12 til 17 og í hringekju sunnudaginn 20. október frá kl. 12 til 17. Hefðbundin dagskrá er í kringum dýrin alla daga en Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn alla daga frá kl. 10 til 17.
Vakin er athygli á að veitingasala er nú í smækkaðri mynd í móttökuhúsinu og veitingasölu Bæjarins Beztu hefur verið lokað.
Veitingaskálinn er eftir sem áður opin fyrir gesti sem vilja koma með nesti sem og grillin í Fjölskyldugarðinum fyrir þau sem vilja grilla eitthvað að heiman.
