Maurar kíkja í heimsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sunnudaginn 17. nóvember. Sjón er sögu ríkari.
Frá kl. 13 til 15 geta forvitin svalað forvitninni, skoðað heillandi einkenni mauranna og fengið betri skilning á stórkostlegu samfélagi þessara félagslyndu skordýra.
Krakkar og fjölskyldur þeirra fá tækifæri til að skoða lifandi maura í gervihreiðrum og kynnast betur þessum merkilegu smádýrum.
Frá kl. 13 til 15 geta forvitin svalað forvitninni, skoðað heillandi einkenni mauranna og fengið betri skilning á stórkostlegu samfélagi þessara félagslyndu skordýra.
Krakkar og fjölskyldur þeirra fá tækifæri til að skoða lifandi maura í gervihreiðrum og kynnast betur þessum merkilegu smádýrum.
Hefðbundinn aðgangseyrir í garðinn gildir og garðurinn er opinn frá kl. 10 til 17 en sýningin verður sem fyrr segir frá kl. 13 til 15.
Hefðbundin dýradagskrá er sem hér segir:
10:30 Hreindýrum gefið
11:00 Selum gefið
11:30 Refum gefið
15:30 Hreindýrum gefið
15:45 Dýrum í smádýrahúsi gefið
16:00 Selum gefið
16:30 Nautgripum og svínum gefið