Álft dvelur í augablikinu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum eftir að gert var að sárum hennar þar. Álftin flaug líklega á þakkant eða loftnet í rokinu fyrr í mánuðinum.
Guðmundur Fylkisson, forsvarsmaður verkefnisins Project Henry kom með álftina í garðinn þar sem hún fékk aðhlynningu, tíma og aðstöðu til að jafna og bíður þess nú að verða nógu hress til að yfirgefa garðinn en hún ræður sjálf brottfaratíma sínum. Þess má geta að álftin er karlfugl sem hefur fengið gælunafnið Viðar.