Kalkúnaparið Flóki og Flækja

25.febrúar 2025

Ég er að lesa

Kalkúnaparið Flóki og Flækja

Við sögðum fréttir af því fyrir mánuði að kornhænur hefðu bæst við íbúatölu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Á dögunum bættist enn við fánuna þegar tveir kalkúnar fluttu í garðinn. Hér áður fyrr voru kalkúnar meðal dýra garðsins og starfsfólk er virkilega spennt yfir að fá að hugsa um þessa skemmtilegu stóru fugla á ný.

Til eru nokkur afbrigði kalkúna og litafjölbreytnin nokkur. Hvítir kalkúnar eru algengastir hérlendis enda alikalkúnar flestir hvítir að lit og hafa nokkrir slíkir búið í garðinum sem og bronskalkúnar en kalkúnahaninn og kalkúnahænan sem fluttu í garðinn á dögunum eru svört. Þau hafa fengið nöfnin Flóki og Flækja. Svartir kalkúnar eru einnig sagðir vera koparlitaðir þar sem koparlit kastar á þá í dagsbirtu og sól.

Líkt og kornhænur eru kalkúnar af fasanaætt en kalkúnar eru umtalsvert stærri. Kalkúnahaninn hefur stóran áberandi sepa fyrir neðan gogginn og liturinn á hausnum getur verið frá því að vera ljósblár yfir í fagurrauðan.

Við biðjum gesti að sýna nýju íbúunum tillitssemi sem og öllum hinum dýrunum í garðinum.

 

 

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.