Skriðdýrahúsið, þar sem auk skriðdýra búa einnig frosk- og skordýr verður lokað tímabundið vegna nauðsynlegra framkvæmda. Fræðslufreyjur hafa þó fundið leið til að geta boðið upp á námskeiðið Hugrakka krakka fyrir leikskólahópa á meðan á lokuninni stendur en því miður fellur námskeiðið Framandi dýr niður á meðan. Önnur námskeið sem fræðsludeildin býður upp á má sjá undir flipanum Skólahópar hér á síðunni.
Starfsfólk þakkar gestum skilninginn.