Sauðfé Fjölskyldu- og húsdýragarðsins verður rúið sunnudaginn 9. mars frá klukkan 13 til 16. Jón bóndi í Mófellsstaðakoti mun halda um klippurnar og fræða gesti um þetta reglulega verk sem rúningur er á hverjum bæ. Þegar rúið er á þessum tíma árs er snoðið klippt en síðast var rúið í upphafi aðventu.
Hefðbundin aðgangseyrir gildir og auðvitað verða önnur dýr heima við og dagskrá í kringum þau með hefðbundnum hætti. Við minnum þó á að vegna framkvæmda í skriðdýrahúsi er það lokað tímabundið.