Ævintýrahöll Barnamenningarhátíðar

8.apríl 2025

Ég er að lesa

Ævintýrahöll Barnamenningarhátíðar

Barnamenningarhátíð hefst í dag (8.apríl) og stendur fram á sunnudag (13.apríl). Alls konar verður um að vera um alla borg en einn af föstum punktum hátíðarinnar er svo kölluð Ævintýrahöll. Ævintýrahöllin hefur í gegnum tíðina flakkað á milli hverfa borgarinnar og í ár fer hún fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum helgina 12. og 13. apríl. Þar verður sannkallað líf og fjör og er aðgangur  ókeypis. Dagskráin í kringum dýrin verður hefðbundin og opið verður í hringekju, áður auglýst lest kom því miður verr undan vetri en vonir höfðu verið bundnar við.

Að auki verður boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og aðstandendur þeirra frá klukkan 10:30 til 16:30 báða dagana. Í boði verður fjölskyldujóga, ratleikir, brekkusöngur, dans, sirkus atriði og krakkakarókí svo eitthvað sé nefnt auk þess að hægt verður að heimsækja dýrin.

Auðvelt er að ferðast með almenningssamgöngum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn en þeir strætisvagnar sem stöðva næst garðinum eru númer 2, 5, 15 og 17. Stöðin kallast Laugardalshöll.

Það liggja reiðhjóla- og göngustígar að Laugardalnum úr öllum áttum og eru hjólagrindur við inngang Fjölskyldugarðsins og bílastæði við garðinn eru ókeypis. Gott aðgengi fyrir öll.

Nánari upplýsingar um dagskrá Ævintýrahallarinnar má finna hér.

 

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.