Opið verður alla páskana frá kl. 10 til 17. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í samstarfi við Bæjarins Beztu og Góu býður gestum upp á páskaeggjaleit dagana 16. til 21. apríl. Gestir leita gullsteina í Fjölskyldugarðinum sem þeir skipta svo út fyrir egg í útibúi Bæjarins Beztu sem hefur opnað á ný í garðinum. Takmarkað magn steina verða faldir hvern fyrrnefndra daga og steinarnir verða eingöngu Fjölskyldugarðsmegin. Á öðrum degi páska ætla svo snillingarnir hjá Bæjarins Beztu að draga heppna þátttakendur úr potti sem hljóta að launum páskaegg númer 7 frá Góu og Pretty Boy Tjokko páskaegg. Eina sem gestir þurfa að gera er að skila nafni og símanúmeri í pottinn hjá Bæjarins Beztu í garðinum.
Annars verða dýrin auðvitað heima við og dagskrá í kringum þau sem hér segir:
10:30 Hreindýrum gefið
11:00 Selum gefið
11:30 Refum gefið
14:00 Fróðleiksstund, hefst við selalaugina (17. til 21. apríl)
15:30 Hreindýrum gefið
15:45 Dýrum í smádýrahúsi gefið
16:00 Selum gefið
16:30 Gefið í fjósi