Námskeiðið stendur 10 til 12 ára krökkum (f. 2013 til 2015) til boða í sumar (2025). Á námskeiðinu vinna þátttakendur með dýr garðsins og námskeiðið því upplagt fyrir krakka sem áhuga hafa á dýrum. Þau taka þátt í verkum og umhirðu dýra í útihúsunum. Auk þess eru framandi dýr heimsótt og farið í leiki.
Hvern dag gefst krökkunum tækifæri á að kíkja inn fyrir girðinguna hjá einhverri dýrategund og komast þá í mikið návígi við dýrin og getur það verið mjög spennandi. Námskeiðið er fimm virkir dagar (4 dagar þar sem almennir frídagar eru) og hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 12.00. Eftir að námskeiði lýkur geta þátttakendur dvalið í garðinum þar til honum er lokað kl. 18:00 og leikið sér í leiktækjunum eða skoðað dýrin. Það komast 12 krakkar að í hverri viku.
Skráning fer eingöngu fram í gegnum vefinn sumar.fristund.is en til að geta skráð þarf forráðafólk (þau sem skrá) að hafa rafræn skilríki og kennitölur þátttakenda og forráðafólks á hreinu.
Skráning hefst kl. 14:00 þriðjudaginn 29.apríl. Undanfarin ár hafa námskeiðin verið gríðar vinsæl og fyllst fljótt.
Námskeið Tímabil
1. námskeið: 10. til 13. júní (4 dagar)
2.námskeið: 16. til 20. júní (4 dagar)
3.námskeið: 23. til 27. júní
4.námskeið: 30. júní til 4. júlí
5.námskeið: 7. til 11. júlí
6.námskeið: 14. til 18. júlí
7.námskeið: 21. til 25. júlí
8.námskeið: 28. júlí til 1.ágúst
9.námskeið: 5. til 8. ágúst (4 dagar)
10.námskeið: 11. til 15.ágúst
SKRÁNING
Þátttökugjald er 24.500 krónur og veittur er 20% systkinaafsláttur. Þátttökugjald fyrir 4 daga námskeið er 19.700 krónur.
Innifalið í þátttökugjaldi er skemmtileg og lifandi fræðsla þar sem dýr garðsins koma mikið við sögu og dvöl í garðinum allan daginn alla vikuna.