Dagur íslenska hestsins

29.apríl 2025

Ég er að lesa

Dagur íslenska hestsins

Við ætlum að gera íslenska hestinum hátt undir höfði á alþjóðlegum degi íslenska hestsins þann 1. maí nk.
Að auki við hefðbundna dýradagskrá.

Kl. 14:00 Fræðslufreyjur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins ætlar að leyfa gestum að fylgjast með þjálfunarstund hestanna með aðferðum sóttum meðal annars til dýraatferlisfræðingsins Evu Bertilson. Fræðsludeild garðsins stóð fyrir skemmtilegu og fræðandi námskeiði með Evu fyrr í vetur. Eva hefur ferðast víða til þess að sinna kennslu og veita ráðgjöf um dýraþjálfun til fagfólks sem vinnur með dýr og hefur jafnframt sinnt fræðslu til almennings. Hún notast við jákvæðar þjálfunaraðferðir með það að leiðarljósi að auka lífsgæði dýranna.

Kl. 14:45 Kynbótadómar hrossa og ýmislegt þeim tengt frá Heiðrúnu Sigurðardóttur, búfjárerfðafræðingi. Ekkert viðkomandi hestamennsku og íslenska hestinn er Heiðrúnu óviðkomandi og ættu gestir ekki að vera sviknir að heyra það sem hún hefur að segja.

Horses of Iceland sem er markaðsverkefni tengt íslenska hestinum ætla að koma með sýndarveruleika gleraugu þar sem gestir upplifa hestinn á nýjan hátt.

Gestum mun gefast kostur á að hlaupa 100 metra og sjá hvort þeir eigi eitthvað í besta tíma hests í 100 m skeiði og kanna hæfileika sína í skeifukasti.

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.