Mjölnir (Sleggjan) og fallturninn hafa verið að stríða starfsfólki tæknideildar garðsins að undanförnu og leiktækin tvö hafa því verið lokuð. En vonandi verður brátt breyting á, tæknimaður frá framleiðanda er á leiðinni til að standsetja fallturninn. Það er stefnt að því að opna fallturninn eigi síðar en 10. júní.
Málin virðast þó aðeins flóknari með Mjölni (Sleggjuna) en þar er unnið með framleiðanda að komast að rót vandans.
Önnur leiktæki eru opin á opnunartíma, alla daga frá 10 til 18.
Við þökkum gestum skilninginn.