Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verður opinn þann 17. júní frá kl. 10:00 til 18:00 og hefðbundin dagskrá verður í kringum dýrin.
Gestir geta leikið sér í leiktækjunum, skoðað dýrin og notið veitinga hjá veitingasölu Bæjarins Beztu, sem verður opin allan daginn.
Komdu með fjölskylduna og njóttu hátíðardagsins í rólegheitum í Laugardalnum.
Aðgangseyrir samkvæmt gjaldskrá.
- 0–5 ára: frítt
- 6–12 ára: 1.170 kr
- 13 ára og eldri: 1.700 kr
- Frítt fyrir elli- og örorkulífeyrisþega gegn framvísun skírteinis
Ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir leiktæki.