Fræðsludeild Fjölskyldu- og húsdýragarðsins er byrjuð að taka á móti bókunum í námskeið og leiðsögn fyrir skólaveturinn framundan. Við hvetjum kennara að kynna sér úrvalið undir flipanum skólahópar hér á síðunni en athugið að það fer eftir námskeiðum hversu margir nemendur komast að hverju sinni. Bókanir og frekari upplýsingar fást á netfanginu namskeid@husdyragardur.is
