Hnykill, Dokka og Hespa eru nýjir íbúar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Öll bera þau nöfn sem tengjast ull og prjónaskap, enda ullin eitt helsta einkenni hjá íslensku sauðfé.
-
Hnykill (til vinstri) er kollóttur hrútur, svartbotnóttur með blesu.
-
Dokka (fyrir miðju) er tvílit ær með svartan blett á herðum.
-
Hespa (til hægri) er svartbotnótt ær.
Þau koma öll frá bænum Heydalsá á Ströndum og fæddust síðastliðið vor.
Við biðjum gesti garðins að sýna þessum nýju íbúum (sem og öðrum dýrum garðins) tillitsemi þar sem þær eru að venjast sínum nýju heimkynnum.