Þekking og umhyggja – störf í þágu dýra
Hvað gerir dýralæknir? Hvernig er að vera bóndi?
Í þessari skemmtilegu og fræðandi leiðsögn fá börn að kynnast störfum dýralækna og bænda, sjá hvernig dýrunum er sinnt og læra um mikilvægi umhyggju og ábyrgðar í umgengni við dýr.
Leiðsögnin er sérstaklega miðuð að leikskólabörnum og yngsta stigi grunnskóla, og hentar vel fyrir litla hópa sem vilja upplifa dýrin og störf fólksins sem sér um þau. Vinsamlega ath það eru takmörkuð pláss í boði.
Dagar:
- 17. október
- 31. október
- 7. nóvember
- 14. nóvember
Tími: Föstudögum kl. 10:00
Hámark: 20 börn í hverjum hópi
Skráning og nánari upplýsingar:
Sendið tölvupóst á namskeid@husdyragardur.is