Nú er hægt að bóka skemmtilegar og fræðandi leiðsagnir um dýrin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gegnum bókunarkerfi.
Starfsfólk garðsins tekur á móti hópum og leiðir nemendur um garðinn þar sem þau kynnast dýrunum og umhverfi þeirra.
Fræðslan byggir á aðalnámskrá og er aðlöguð hverju skólastigi – frá leikskóla upp í efstu bekki grunnskóla.
🔸 Athugið: Bókanir sem bárust fyrir 20. október 2025 í gegnum tölvupóst (namskeid@husdyragardur.is) eru þegar skráðar í kerfið og þarf ekki að bóka aftur.
Samkvæmt samningi milli Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar (SFS) og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins fá nemendur í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar ókeypis aðgang að garðinum á skólatíma.
Nemendur í skólum utan Reykjavíkurborgar greiða samkvæmt gjaldskrá sem má finna hér:
👉 Gjaldskrá – komdu í heimsókn
📅 Bókaðu heimsóknina hér:
👉 Bókanir fyrir skólahópa