Jólaljós og rólegheit á aðventunni í Jóladal Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Garðurinn verður opinn frá kl. 10 til 20 laugardaga og sunnudaga til jóla og frá kl. 10 til 17 virka daga.
Sunnudaginn 7. desember kl. 17:30 mun Skólahljómsveit Grafarvogs leika notalega jólatóna fyrir gesti.
Stilltir hundar skráðir hjá sveitarfélagi eru velkomnir með í heimsókn á miðvikudögum og sunnudögum til jóla.
Föndurstund fyrir skapandi gesti frá kl. 16 til 20 alla laugardaga og sunnudaga til jóla og jólaratleikur í boði fyrir ratvísa gesti alla daga til jóla.
Dýradagskráin með jólalegum blæ og jólakötturinn verður á staðnum fyrir hugrökkustu gestina að heimsækja. Öllum gestum verður boðið í hringekjuna frá kl. 16 til 20 um helgar til jóla.
Veitingasala Bæjarins Beztu verður opin um helgar til jóla.
Hefðbundinn aðgangseyrir er allan desember.


