Við vekjum athygli leik- og grunskólakennara á því að enn er laust fyrir skólahópa í leiðsögn og aðra fræðslu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á vorönn. Leik- og grunnskólar í Reykjavík greiða ekkert fyrir heimsóknir á skólatíma skv. samningi við skóla- og frístundasvið borgarinnar. Undir flipanum skólahópar hér á síðunni má sjá þá kosti sem í boði eru. Að auki má hafa samband við fræðslufreyjur garðsins ef kennarar hafa áhuga á einhverju öðrum en því sem listað er upp.
Kennarar bóka svo sjálfir undir flipanum „bókanir fyrir skólahópa“. Fræðslufreyjur svara netfanginu namskeid@husdyragardur.is ef einhverjar fyrirspurnir eru.


