Aðsóknarmet var slegið í nýliðnum apríl mánuði í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þegar 22.785 gestir sóttu garðinn heim. Eldra metið var frá árinu 2007. Aðsókn framan af ári hefur verið yfir meðaltali góð og sauðburður hófst í fyrra fallinu. Starfsfólk garðsins ætlar að trúa því að það sé fyrir góðu sumri, mikilli útiveru og úrvals samverustundum með fjölskyldu og vinum.
