Met var slegið hvað varðar aðsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í nýliðnum mars mánuði þegar 14.225 gestir sóttu garðinn. Gamla metið sem var frá árinu 2018 taldi 12.974 gesti.
Gott veður á oftar en ekki mestan þátt í góðri aðsókn í garðinn en að auki fól mars í ár sem og árið 2018 í sér Dymbilvikuna sem og mestan part páskahelgarinnar. Starfsfólk garðsins þakkar einnig krúttlegum kiðlingum sem oftar en ekki koma í heiminn undir lok mars einnig góða aðsókn.
Takk fyrir komuna öll!