Bæjarins Beztu opna á ný

4.apríl 2025

Ég er að lesa

Bæjarins Beztu opna á ný

Það er ekki bara geitburður sem boðar komu vorsins í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum því Bæjarins Beztu Pylsur hafa opnað útibú sitt í garðinum á ný eftir vetrardvala. Gestir garðsins geta því fengið sér rjúkandi heitar pylsur, ískalt gos, sælgæti, snakk, bakkelsi hjá þeim og þau þar á bæ hafa auk þess alltaf heitt á könnunni.

Garðurinn er opinn alla daga frá kl. 10 til 17 en vert að minnast á þó sólin skíni skært þessa dagana þá er garðurinn ekki alveg kominn í sumargírinn. Leiktæki sem þurfa mönnunar við eru enn lokuð en leiksvæði Fjölskyldugarðsins opið. Mönnuðu leiktækin verður vonandi hægt að opna eitt af öðru eftir því sem nær dregur sumri. Dagskrá í kringum dýrin er hefðbundin og þegar þetta er ritað er enn beðið eftir að fjórða og jafnframt síðasta fengna huðnan beri.

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.