Bæjarins Beztu Pylsur hafa selt síðustu pylsuna í garðinum, allavega í bili. Pylsusalinn þjóðþekkti hefur rekið veitingasöluna í garðinum frá því síðastliðið vor en tekur sér nú smá hlé. Veitingasala mun því færast í smækkaðri mynd í móttökuhúsið á næstu dögum svo gestir geti hið minnsta fengið drykkjarföng og eitthvað að narta í heimsóknum sínum í garðinn.
Kaffihúsið fær nýtt hlutverk og mun í vetur hýsa þá skólahópa sem taka þátt í námskeiðinu Vinnumorgunn. Í vinnumorgnum fá nemendur 6.bekkja tækifæri að taka þátt í morgunverkum af ýmsum toga ásamt dýrahirðum garðsins. Sjá nánar hér: https://mu.is/skolahopar/