Brúðubíllinn heimsækir Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á föstudögum í júní kl. 14 – nánar tiltekið 13., 20. og 27. júní! Þetta ástsæla brúðuleikhús á hjólum snýr aftur eftir nokkurra ára hlé og gleður nú nýja kynslóð barna og fjölskyldna með litríku og lifandi leikriti. Komdu með í Dúskaland og hittu dúskamömmu, trúðastelpuna, hanann og fleiri kunnuglega karaktera. Sungið verður með dýrunum í Afríku – og hver veit, kannski rekst þú á Tröllið undir brúnni.
