Lilli og félagar í Brúðubílnum halda áfram að gleðja gesti í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á föstudögum í júlí. Sýningar verða eftirfarandi föstudaga kl. 14:00: 4. júlí, 11. júlí og 18. júlí. Komdu með fjölskylduna og vinina og njóttu skemmtilegrar sýningar undir berum himni!
Hefðbundinn aðgangseyrir gildir.