Barna- og unglingasirkusinn Flik Flak frá Danmörku heimsækir Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sunnudaginn 29. júni kl 14:00 og býður gestum garðsins upp á litríka og kraftmikla sirkussýningu. Þar kemur fram ungt sirkuslistafólk sem hefur æft fjölbreyttar greinar á borð við loftfimleika, jafnvægislistir og trúðaatriði.
Cirkus Flik Flak er hluti af Odense Børne- og Ungecirkus, þar sem börn og unglingar fá tækifæri til að nýta hæfileika sína í ævintýralegu sirkusumhverfi.
Nánar um sirkusinn er hægt að finna á: https://cirkusflikflak.dk/forside/
