Félag iðn- og tæknigreina heldur uppá 20 ára afmæli í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sunnudaginn 11. júní.
Garðurinn er opinn frá kl. 10-18. Gestir garðsins geta tekið þátt í því sem garðurinn hefur upp á að bjóða auk eftirfarandi dagskrárliða:
Dagskrá afmælis verður á sviði (E) í Fjölskyldugarðinum:
kl.14:40 – Lúðrasveit verkalýðsins og Jónsi leika og skemmta.
kl.15:00 – Leikhópurinn Lotta skemmtir og tekur brot af því besta
kl.15:30 – Jónsi skemmtir
kl.16:00 – Formlegri skemmtun lýkur en gestir geta notið þess sem garður hefur upp á að bjóða til kl 18:00
Sirkus Íslands verður auk þess með djögglara og stultumenn sem ganga um svæðið og gantast í gestum og hafa gaman.