Fífa, Freyja og Kengála.

18.september 2023

Ég er að lesa

Fífa, Freyja og Kengála.

Hryssurnar Fífa (leirljós), Freyja (brúnstjörnótt) og Kengála (brún) eru komnar til dvalar í garðinum. Þær verða hér í haust meðan hestar garðsins eru í fríi en þeir fá hið minnsta jafnlangt sumarfrí og starfsfólk garðsins á rétt á.
Fyrstu dagarnir hjá þeim fóru að mestu í að virða fyrir sér klaufdýr garðsins og sér í lagi nautgripina enda ekki vanar slíkum nábúum þó allar teljist þær fullorðnar og veraldarvanar hryssur.

Nafnið Kengála kemur úr Grettis sögu en Ásmundur faðir Grettis átti hryssu sem bar það nafn. Hún var veðurglögg og lét ekki hafa sig út í neina vitleysu.

Eina hryssu eg á þá,
er Kengálu kalla,
hirðir sú vís um veðra þrá,
og vatnagöngur allar.

Vís mun hríð ef vill hún ei,
vera á jarðarhaga,
byrg um nætur hross, en hey,
hvergi að þeim draga.

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.