Fræðslufreyjur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins ætla að skipta um gír næstkomandi föstudag, 10.maí. Þá verður gert hlé á móttöku skólahópa í hefðbundnar leiðsagnir og námskeið og bjóðum þess í stað upp á fróðleiksstundir á virkum morgnum út skólaárið.
Fróðleiksstundirnar veða kl. 10:15 og 11:15 alla virka daga á tímabilinu og hvað verður tekið fyrir ræðst af gestafjölda, veðri og stemningu hverju sinni. Fróðleiksstundirnar eru opnar öllum gestum. Upplýsingar um hvar fróðleiksstundirnar verða fást í miðasölunni við komu.
Á komandi vikum eykst aðsóknin í garðinn mikið og með þessu móti ná fræðslufreyjur til fleirri fróðleikssfúsa gesta.