Frá og með 8.maí og út grunnskólaárið ætla fræðslufreyjur að gera hlé á hefðbundnum móttökum skólahópa. Þess í stað verður boðið upp á tvær opnar fróðleiksstundir klukkan 10:15 til 11:00 á tímabilinu. Á fróðleiksstundum geta áhugasöm komið og fræðst um dýrin í garðinum en hvaða dýr eru tekin fyrir ræðst af veðri, stemningu og fjölda gesta hverju sinni. Við komuna í garðinn fá gestir upplýsingar um hvar fróðleiksstundirnar verða þann daginn.
Aðsókn í garðinn að vori er mikil og með þessu fyrirkomulagi nær starfsfólk að þjónusta fjöldann betur en annars.