Geitburði þjófstartað

12.febrúar 2024

Ég er að lesa

Geitburði þjófstartað

Huðnan Lilja þjófstartaði geitburði árla morguns sunnudaginn 11.febrúar þegar sprækur hafur skaust í heiminn. Venjulega hefur starfsfólk garðsins haldið því fram að geitburður boði komu vorsins en það er sennilega ekki raunin nú á miðjum Þorra. Faðirinn er hafurinn Ýmir.

Geitburður hefst venjulega í garðinum í byrjun apríl en Lilja kom einmitt í heiminn 1.apríl 2022 og þetta er hennar fyrsti burður. Þegar þetta er ritað er kiðlingurinn ekki kominn með nafn en hugmyndafrjó geta komið með hugmyndir undir færslu á Facebook síðu garðsins.

 

 

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.