Geitburður hélt áfram í morgunsárið þann 22.mars þegar huðnan Skriða bar myndarlegri huðnu. Mæðgunum farnast vel og dvelja nú í sérstíu innan geitastíunnar líkt og þær sem eiga von á sér gera sömuleiðis. Tvær eru nú bornar en fyrir hafði huðnan Lilja borið hafri á miðjum þorra eða 11. febrúar en óbornar eru huðnurnar Mjallhvít og Síða. Faðir allra kiðlinganna er hafurinn Ýmir.