Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn alla daga frá kl. 10 til 17. Í haustfríinu (24. til 28. október) munu fjölskyldur geta spreytt sig á ratleik í smáforritinu Húsdýragarður Viskuslóð sem fáanlegt er í snjallverslunum snjalltækja. Starfsfólk fræðsludeildar garðsins ætlar að miðla fróðleik um fálkann Ljúfu sem dvelur í garðinum þegar henni verður gefið kl. 14 fimmtudag, föstudag og mánudag.
Hefðbundin dagskrá verður annars í kringum dýrin og aðgangseyrir skv. gjaldskrá.
Vakin er athygli á að veitingasala er nú í móttökuhúsinu.
Veitingaskálinn er eftir sem áður opin fyrir gesti sem vilja koma með nesti sem og grillin í Fjölskyldugarðinum fyrir þau sem vilja grilla eitthvað að heiman.