Framundan er haustfrí grunnskóla Reykjavíkur. Fræðslufreyjur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins bjóða upp á hestaþjálfunarstund í hestagerðinu mánudaginn 27. október og þriðjudaginn 28. október kl. 13. Miðstöð útvistar og útináms ætlar að bjóða gestum að tálga og föndra úr skógarafurðum í tjaldi í Fjölskyldugarðinum þriðjudaginn 28. október frá kl. 10 til 13. Boðið verður upp á kakó og sykurpúða í tjaldinu samhliða föndurtundinni.
Að öðru leyti verður dagskrá hefðbundin og hefðbundinn aðgangseyrir.


