Helgina 6. til 8. desember verða jólasveinar á vappi, kvartettinn Barbara mun skemmta gestum og sauðfé verður rúið. Nánari tímasetningar má sjá hér fyrir neðan.
Jólasveinar heimsækja garðinn föstudaginn 6. desember frá kl. 17:30 til 18:30
Sauðfé verður rúið laugardaginn 7. desember frá kl. 15:30 til 19:00. Jón bóndi frá Mófellsstaðakoti mun halda um klippurnar og fólk frá Ullarselinu á Hvanneyri mun vinna úr ullinni jafnóðum.
Kvartettinn Barbara mun skemmta gestum með ljúfum tónum laugardaginn 7. desember frá kl. 17:30 til 18:30.
Opið verður til kl. 20 alla helgina (föstudag til sunnudags) og ókeypis inn frá kl. 17 í boði Hverfisins míns. Á kvöldopnunum verður hægt að fara í hringekjuna, heimsækja dýrin, matarvagnar verða í garðinum, jólatónlist mun óma og jólaljósin skapa réttu stemninguna en hundruð þúsunda jólaljósa eru um allan garð.
