Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallar vöru sem var til sölu í minjagripaverslun garðsins frá febrúar 2019 til júlí 2020. Varan sem um ræðir er borðbúnaðarsett (STO Bamboo Baby Set Rainforest) fyrir börn frá Nature Planet með strikamerkinu 5708476123814, sjá meðfylgjandi myndir.
Ástæða innköllunarinnar er flæði/óstöðuleiki melamine og formaldehyde í vörunni.
Viðskiptavinir sem keypt hafa umrædda vöru eru beðnir að koma með hana í minjagripasölu garðsins við fyrsta tækifæri eða farga henni. Ef frekari upplýsinga er þörf má senda tölvupóst á postur@husdyragardur.is.