Jólaklipping, jólaratleikir og jólaljós

8.desember 2023

Ég er að lesa

Jólaklipping, jólaratleikir og jólaljós

Helgina 8. til 10. desember verður opið frá kl. 10 til 20 og opið í veitingasölu Bæjarins Beztu. Hefðbundinn aðgangseyrir er frá kl. 10 til 17 en eftir það er öllum boðið ókeypis í garðinn í boði Hverfisins míns. Sauðfé Fjölskyldu- og húsdýragarðsins verður rúið sunnudaginn 10. desember frá kl. 15 til 18.  Jón bóndi í Mófellsstaðakoti mun halda um klippurnar og fólk frá Ullarselinu vinnur úr ullinni í fjárhúsinu jafnóðum.

Jólaljós hafa verið sett upp um allt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum svo nú er ævintýri líkast að ganga um garðinn í rökkrinu, heimsækja dýrin og þau sem þora geta heimsótt sjálfan jólaköttinn í desember. Á kvöldopnunum (frá 17-20 um helgar fram að jólum) verður hringekjan í gangi. Hundaeigendum sem hafa skráð sína hunda hjá sínu sveitarfélagi er boðið að taka besta vininn með í kvöldheimsókn.

Ratleikir fyrir alla fjölskylduna eru aðgengilegir í gegnum smáforritið Húsdýragarður – viskuslóð sem finna má i snjallverslunum snjalltækja. Þau sem ljúka ratleikjunum um helgina fá glaðning frá Bæjarins Beztu en þar á bæ verður einnig hægt að skreyta piparkökur.

 

 

 

 

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.