Jórturdýr

29.janúar 2024

Ég er að lesa

Jórturdýr

Flest jórturdýr hafa ekki framtennur í efri gómi og þeirra á meðal er íslenska sauðkindin líkt og glögglega sést á þessari mynd sem náðist af Jökli um helgina.

En hvað er jórtur ? Jórtur er í raun samlífi spendýra og örvera. Jórturdýr eru grasætur með fjórskiptan maga og kallast magahólfin vömb, keppur, laki og vinstur. Grasið fer að mestu ótuggið í vömbina þar sem fæðan er möluð og blandast munnvatni. Jórturdýr framleiða mikið munnvatn en talið er að kýr framleiði ríflega 100 lítra daglega en sauðfé ríflega 10 lítra og til samanburðar framleiðir fólk um 1 og hálfan lítra. Í fyrsta magahólfinu, vömbinni, finnst mikill fjöldi örvera en rannsóknir hafa sýnt að í 1ml af innihaldi vambarinnar eru 10 -50 MILLJARÐAR gerla og ein milljón frumdýra auk sveppa. Örverurnar hafa það hlutverk að sundra beðminu (sellulósanum) og framleiða úr því fitusýrur sem nýtist sem aðalorkugjafi. Þar sem framleiðslan í vömbinni er algjörlega loftfirrð og þar myndast mikið magn af koltvíildi (CO2) og metangasi (CH4) sem dýrin þurfa að losa sig við með því að ropa.

Eftir að örverurnar hafa unnið sín verk í vömbinni ælir dýrið fæðunni aftur upp í munn í smá skömmtun, tyggur hana betur og kyngir svo. Þessi fyrsti hluti í meltingunni nefnist jórtrun. Þegar fylgst er með jórturdýrum á þessu stigi meltingarinnar liggja þau gjarnan í rólegheitum í haganum eða stíum sínum og tyggja fæðuna vel og vandlega líkt og fólk með tyggigúmmí.
Þegar dýrin hafa tuggið fæðuna vel berst hún áfram í keppinn, lakann og vinstrina þar sem fram fer frekari melting og upptaka næringarefna, aðallega fitusýra og vatns. Þaðan fer fæðan í smágirnið þar sem upptaka á amínósýrum og fleiri næringarefnum fer fram. Fyrstu þrjú magahólfin ganga gjarnan undir nafninu formagi en vinstrin eiginlegur magi.
Dýr sem ekki jórtra geta ekki nýtt beðmi (sellulósa) og þurfa því fjölbreyttari fæðu en jórturdýr. Vegna samlífis jórturdýra við örverur geta þau lifað á tiltölulega næringarsnauðu fæði, því örverurnar umbreyta beðmi í orku og dýrið fær einnig lífræn efni (nitur, brennistein og fosfór) úr örverumassanum. En fyrir örverurnar skiptir stöðuga umhverfið þær mestu þar sem þær geta lifað í öryggi og fjölgað sér.

Þekktar eru ríflega 150 tegundir jórturdýra. Meðal jórturdýra má nefna nautgripi, geit- og sauðfé, hreindýr, gíraffa, dádýr, kameldýr, lamadýr, antilópur og kóalabirni.

Upplýsingarnar hér að ofan eru meðal annars fengnar af hinum skemmtilega Vísindavef þar sem finna má svör um allt og ekkert milli himins og jarðar.

 

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.