Kornhænur í smádýrahúsinu

23.janúar 2025

Ég er að lesa

Kornhænur í smádýrahúsinu

Íbúum í smádýrahúsinu fjölgaði á dögunum þegar þangað fluttu nokkrar þrælskemmtilegar kornhænur. Kornhænur eru ávalir brúnleitir fuglar með hvíta rönd yfir augum og karlfugl hefur að auki hvítt á hálsi.  Þær eru af fasanaætt og finnast villtar víða í ræktarlandi og graslendi í Asíu og á meginlandi Evrópu. Kornhænur eru einnig haldnar sem húsdýr vegna kjöts þeirra og eggja.

Kornhænur eru gjarnar á að fela sig og líklegra að fólk heyri í þeim heldur en sjá í náttúrulegum heimkynnum þeirra. Af fuglum sem dvelja að staðaldri á Íslandi er kornhænan skyldust rjúpum og keldusvínum.

Hægt er að heimsækja þessa nýjustu íbúa garðsins á opnunartíma sem er alla daga frá kl. 10 til 17 en dýrunum í smádýrahúsinu er gefið kl. 15:45.

 

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.