Íbúum í smádýrahúsinu fjölgaði á dögunum þegar þangað fluttu nokkrar þrælskemmtilegar kornhænur. Kornhænur eru ávalir brúnleitir fuglar með hvíta rönd yfir augum og karlfugl hefur að auki hvítt á hálsi. Þær eru af fasanaætt og finnast villtar víða í ræktarlandi og graslendi í Asíu og á meginlandi Evrópu. Kornhænur eru einnig haldnar sem húsdýr vegna kjöts þeirra og eggja.
Kornhænur eru gjarnar á að fela sig og líklegra að fólk heyri í þeim heldur en sjá í náttúrulegum heimkynnum þeirra. Af fuglum sem dvelja að staðaldri á Íslandi er kornhænan skyldust rjúpum og keldusvínum.
Hægt er að heimsækja þessa nýjustu íbúa garðsins á opnunartíma sem er alla daga frá kl. 10 til 17 en dýrunum í smádýrahúsinu er gefið kl. 15:45.