Sauðburður hélt áfram í morgunsárið þann 13.maí þegar ærin Kylja bar tveimur gimbrum. Faðirinn er líkt og áður hrúturinn Jökull sem lætur sér fátt um finnast um viðbótina í sauðfjárhjörðinni. Dýrahirðar eiga von á því að sauðburður haldi áfram allra næstu daga og við munum flytja fréttir hér á heimasíðunni sem og á samfélagsmiðlum garðsins.
Líkt og alltaf biðjum við gesti að sýna ungviðinu sem og öðrum íbúum garðsins fyllstu tillitssemi.